Tímavélin: Varnarleikur samkvæmt ráðleggingum Almannavarna árið 1984


Það er lítið um að vera í íþróttalífinu um þessar mundir en það er nóg til af gömlu efni á veraldarvefnum til þess að stytta sér stundir við.

Hér er brot úr körfuboltaleik þar sem að ÍA og Skallagrímur eigast við i Borgarnesi árið 1984.

Það mætti halda að leikmenn beggja liða væru að fara eftir ráðum Almannavarna og sóttvarnarlæknis þegar kemur að varnarleik.

Eins og sjá má eru í flestum tilvikum eru í það minnsta 2 metrar á milli leikmanna í þeim þætti leiksins.

Gísli Gíslason, fyrrum bæjarstjóri á Akranesi, og núverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna fer fyrir liði ÍA á þessum tíma sem leikmaður og þjálfari. Eins og sjá má í myndbandinu var Gísli í bláu Adidas handball special íþróttaskónum sínum. Þetta óhefðbundna skóval var helsta einkenni Gísla ásamt öflugri vinstri skothönd – sem hann þurfti að kæla mikið í lok leikja eftir allt álagið eins og sjá má í myndbandinu.

Á meðal leikmanna í liði ÍA eru Gísli Gíslason (12), Sigurdór Bragason (5), Samúel Guðmundsson (15), Magnús Bragi Gunnlaugsson (7), Skúli Skúlason (11) og fleiri.

Í liði Skallagríms eru einnig þekktir leikmenn á borð við Garðar Jónsson stórmálara (10) sem hefur búið á Akranesi í marga áratugi.