Ekkert Covid-19 smit hefur greinst á Akranesi – 648 staðfest smit á landinu öllu


Alls eru 648 staðfest smit af Covid-19 veirunni hér á landi og fjölgaði smituðum einstaklingum um 60 frá því í gær.

Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum á vef Landlæknis, covid.is.

Hér á Akranesi hefur enn sem komið er ekki fundist Covid-19 veira í þeim sýnum sem tekin hafa verið.

Alls eru 134 í sóttkví á Akranesi.

Alls hafa 23 sýni verið tekin á Akranesi en einn einstaklingur er í einangrum á Akranesi.

Þetta kemur fram í töflu sem Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér rétt í þessu.

Á Vesturlandi hafa 5 einstaklingar verið greindir með Covid-19 veiruna. Þar af 2 í Stykkishólmi og 3 í Borgarnesi.