Óskar Hrafn Ólafsson, fyrrverandi skipstjóri á Akraborginni, er fastur á Spáni. Covid-19 faraldurinn er í hámarki á Spáni um þessar mundir.
Óskar Hrafn óttast hann um líf sitt þar sem hann glímir við öndunarörðugleika en Covid-19 veiran leggst einkum á öndunarfærin.
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Óskar á visir.is.
Óskar Hrafn fór út með Norrænu á húsbíl sínum fyrir fjórum mánuðum og átti bókað far heim 24. apríl, þá með Norrænu frá Danmörku. Hann segist hafa flúið fátækt heima – ellilífeyririnn dugar talsvert betur á Spáni en á Íslandi.
„Ég er heimilislaus á Íslandi. Ég bjó í húsbílnum við golfvöllinn í Setbergi í Hafnarfirði. Ætlaði þá bara að skilja hann eftir hér á Spáni eins og staðan er. En, ég á að fara í tveggja vikna sóttkví heim kominn. Ég hringdi í utanríkisráðuneytið og spurði hvort ríkið myndi ekki borga hótelherbergi meðan ég væri í sóttkví? Því var algerlega neitað,“ segir Óskar Hrafn. Og lítur þar með á sig sem strandaglóp,“ segir Óskar Hrafn m.a. í viðtalinu á visir.is
Smelltu á myndina eða hér til að lesa viðtalið við Óskar Hrafn í heild sinni.