Kallabakarí býður upp á heimkeyrslu á vörum til viðskiptavina sinna


Kallabakarí hefur líkt og mörg önnur fyrirtæki hugsað í lausnum þegar kemur að því að þjónusta viðskiptavini sína á meðan samkomubann er í gildi á Íslandi.

Í tilkynningu frá Kallabakarí kemur fram að boðið verði upp á heimkeyrslu á Akranesi.

Við í Kallabakarí höfum ákveðið að bjóða uppá heimkeyrslu innan Akranes á meðan samkomubannið er í gangi. 🚕🚕

Það þarf að lágmarki að panta fyrir 3.000 krónur.

Best er að panta daginn áður í síma 431-1644 eða senda póst á kallabakari67@gmail.com og þú færð það afhent daginn eftir á milli 9-13.

Einnig er hægt að panta samdægurs en þá þarf að hringja (ekki senda póst) fyrir 11 – við gefum okkur allt að klst til að afgreiða pöntun.

Við tökum ekki við peningum en verður hægt að borga með símgreiðslu eða millifærslu (kt 550167-0189 rkn nr 0186-26-1783)

Brauð, snúðar, donuts, vínarbrauð og svo margt fleira sem er nýbakað á hverjum degi, sem og mjólk, ost, smjör og fl.🍞🍩🎂

Hlökkum til að heyra frá ykkur ❤️

***Athugið – ef fólk er í sóttkví/einangrun endilega látið vita af því svo við getum gert ráðstafanir með afhendingu.