Skemmtilegt viðtal við nýjan prest á Akranesi í þættinum Ísland í dag á Stöð 2


Þóra Björg Sigurðardóttir var nýverið kjörin í preststarf við Garða – og Saurbæjarprestakall.

Þóra Björg mun hafa umsjón með barna – og æskulýðsstarfinu ásamt fleiri verkefnum.

Stöð 2 fjallaði um nýja prestinn á Akranesi í þættinum Ísland í dag. Þar tók Sindri Sindrason nýja prestinn tali eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Þar kemur m.a. fram að Þóra Björg hafi ekki ætlað sér að verða prestur. Þóra Björg er um þrítugt og hefur starfað lengi í KFUM og KFUK. Eitt af markmiðum hennar er að breyta ímynd kirkjunnar eins og sjá má í viðtalinu.