Fjöldi smitaðra af Covid-19 veirunnar á Íslandi hækkaði milli daga um 89 einstaklinga, upp í 737.
Þetta kom fram á fundi Almannavarna í dag.

Fimmtán manns liggja á Landspítalanum með kórónuveiruna. Tveir þeirra eru á gjörgæslu og einn er í öndunarvél. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á blaðamannafundinum í dag.
Á Vesturlandi eru 7 smitaðir og alls eru 294 í sóttkví í landshlutanum.
Enn sem komið er hefur ekki komið upp smit á Akranesi eins og sjá má í þessari töflu sem birt var á vef Lögreglunnar á Vesturlandi.

