Fura og Anna Valgerður sigurvegarar í upplestrarkeppni grunnskólanna


Glæsileg lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í Tónbergi miðvikudaginn 11. mars sl.

Alls tóku 12 nemendur þátt úr 7. bekk Brekkubæjar – og Grundaskóla á Akranesi, sex nemendur úr hvorum skóla.

Upplestrarkeppnin fer fram með þeim hætti að nemendurnir lesa sögur og ljóð og metur dómnefnd frammistöðu þeirra. Það er Skóla – og frístundasvið Akraneskaupstaðar sem sér um framkvæmdina á keppninni.

Undakeppnir fóru fram í báðum skólunum en formlegur undirbúningur nemenda hófst á Degi íslenskrar tungu – þann 16. nóvember á síðasta ári.

Heiðursgestur lokahátíðarinnar að þessu sinni var bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson.

Flutt voru tónlistaratriði frá nemendum við Tónlistarskóla Akraness sem einnig eru nemendur í 7. bekk.

Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að keppnin hefur sjaldan verið jafnari en í ár.

Halldóra Jónsdóttir, sr. Þráinn Haraldsson og Jakob Þór Einarsson skipuðu dómnefndina að þessu sinni.

Upplesari Grundaskóla 2020 var valinn Fura Claxton og Upplesari Brekkubæjarskóla 2020 var valinn Anna Valgerður Árnadóttir. Fengu þær peningagjöf og bók í verðlaun,.

Sigurvegarar fengu í verðlaun peningagjöf og bók. Upplesarar kvöldsins fengu fengu einnig bókagjöf og einnig þeir aðilar sem komu að undirbúningi keppninnar. Allir nemendur í 7. bekk fengu viðurkenningaskjal fyrir sína þátttöku.

Fleiri myndir í þessasri frétt á vef Akraneskaupstaðar.