Þættirnir Að Vestan sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni N4 hafa vakið mikla athygli á undanförnum misserum. Heiðar Mar Björnsson, kvikmyndagerðarmaður, og Hlédís Sveinsdóttir eru fólkið á bak við þættina.
Akraneskaupstaður mun styðja við bakið á þessu verkefni líkt og undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkti erindi þess efnis á síðasta fundi sínum. Gert er ráð fyrir 500.000 kr. í verkefnið.
Hér fyrir neðan eru ýmsir þættir úr Að Vestan sem tengjast Akranesi og nágrenni.