KFUM leggur til að félagsheimilið verði rifið


Á síðasta fundir Bæjarstjórnar Akraness var lögð fram skipulagslýsing vegna lóðar við Garðabraut 1. Um er að ræða lóð sem er í eigu KFUM og KFUK.

Nánar hér.

Á lóðinni stendur félagsheimili sem KFUM og KFUK byggði á árunum 1975-1980.

Félagið seldi eignina árið 2017 en eftir gjaldþrot kaupanda og greiðsluþrot hefur sölunni verið rift með dómi og er húseignin nú aftur komin í eigu félagsins.

Eignin er jafnframt auglýst til sölu á Fasteignamiðlun Vesturlands. – sjá hér.

KFUM og KFUK hafa unnið með skipulags – og umhverfisráði Akraness að hugmyndum að nýju skipulagi á lóðinni.

Í tillögunni sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir niðurrifi núverandi byggingar og uppbygginu þéttrar íbúðarbyggðar, sem nýtur góðra tenginga við miðsvæði, aðalgötur og megingönguleiðir.

Stefnt er að því að byggðar verði vandaðar íbúðir með góðu aðgengi, þ.e. bílageymslu og lyftu. Einnig eru lagðar fram hugmyndir um rými fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð næst gatnamótum Garðabrautar og Þjóðbrautar.

Skjáskot úr tillögunni.
Skjáskot úr tillögunni.

Í tillögunni kemur m.a. fram að með endurnýtingu lóðarinnar að Garðabraut 1 með niðurrifi byggingar, sem lokið hefur hlutverki sínu, og uppbyggingu þéttrar íbúðarbyggðar, sem tekur þátt í mótun bæjarmyndar svæðisins, er stuðlað að framfylgd markmiða í landsskipulagsstefnu. Jafnframt stuðlar uppbygging lóðarinnar að þeim markmiðum sem sett eru í gildandi aðalskipulagi.

Fullbyggð lóð á Garðabraut 1 mun fylla í ákveðið skarð sem er í bæjarmyndinni þar sem nýjar byggingar munu nýta lóðina talsvert betur en núverandi hús gerir.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum að skipulagslýsing vegna lóðar við Garðabraut 1 sem tekur til áforma um deiliskipulag lóðarinnar, verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar.

200228-Gardabraut_1-lysing-A4.pdf

200228-Gardabraut_1-Lysing-GLAERUR.PDF