Það eru allar líkur á því að bæjaryfirvöld á Akranesi taki þá ákvörðun að flýta tilteknum fjárfestingum og viðhaldsverkefnum vegna COVID-19.
Bæjarráð fjallaði um slíka tillögu á fundi sínum í dag – og verður fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar Akraneskaupstaðar 2020-2023 endurskoðuð ef af þessu verður.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir mismunandi sviðsmyndum sem voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisráðs í dag.
Bæjarráð fundar á ný á miðvikudaginn, 1. apríl, og þá verður málið afgreitt með formlegum hætti.