Ásýnd Garðavallar breytist töluvert – sjáðu hvaða glompum verður lokað


Það verða talsverðar breytingar á ásýnd Garðavallar á Akranesi á næstu vikum og mánuðum eftir framkvæmdir sem nú þegar eru hafnar.

Á Garðavelli eru 77 sandglompur, 47 við flatir og 30 á brautum. Á undanförnum árum hefur tveimur glompum verið lokað.

Það er samhljóma álit vallarnefndar og stjórnar Golfklúbbsins Leynis að ganga lengra í að fækka sandglompum á Garðavelli, færa sumar til og lagfæra aðrar.

Eftirfarandi breytingar verða gerðar í vor og haust á glompum á Garðavelli.