Vilhjálmur ósáttur við ákvörðun stjórnar ASÍ og sagði af sér sem varaforseti


Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur sagt af sér sem varaforseti ASÍ. Skagamaðurinn tók þessa ákvörðun til að mótmæla ákvörðun meirihluta stjórnar ASÍ að samþykkja ekki tillögu um að skerða mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð tímabundið.

Í samtali við mbl.is segir Vilhjálmur að frekari uppsagnir blasi nú við eftir þessa ákvörðun ASÍ. Aðgerðin hefði átt að létta undir með fyrirtækjum í landinu og verja störf.

„Ef okk­ur tekst að verja 100 störf, 200 störf, 500 störf eða 1000 störf með slíkri aðgerð, tíma­bund­inni aðgerð, þá væri fólg­inn mik­ill ávinn­ing­ur í því. Að fresta tíma­bundið fram­lagi í líf­eyr­is­sjóði, sem hef­ur sára­lít­il áhrif á rétt­indi fé­lags­manna til lengri tíma litið, er skásti kost­ur­inn,“ seg­ir Vil­hjálm­ur m.a. í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

Ég hef veru­leg­ar áhyggj­ur af stöðunni. Á mínu svæði höf­um við þurft að ganga í gegn­um gríðarleg­ar hremm­ing­ar á liðnum miss­er­um með um­tals­verðu falli starfa meðal ann­ars í fisk­vinnsl­unni hjá okk­ur. Þetta högg sem við erum að fá á okk­ur núna er mjög al­var­legt.“