Alls eru 1.319 einstaklingar greindir með Covid-19 veiruna á Íslandi.
Á Vesturlandi hafa 31 smit verið greint og þar af eru 7 á Akranesi.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2017/10/Akrafj-1132x670.jpg)
Ekkert nýtt smit hefur komið upp á Akranesi á undanförnum tveimur dögum.
Þetta kemur fram á tölfræðivef Covid-19
Alls eru 136 í sóttkví á Akranesi og 382 alls á Vesturlandi. Í Borgarnesi eru flest smit eða 20 alls, en tveir byggðakjarnar hafa enn ekki fengið smit í samfélagið, Búðardalur og Ólafsvík.
Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna COVID-19. Andlát af völdum kórónuveirunnar eru því orðin fjögur hérlendis.
![](http://localhost:8888/skagafrettir/wp-content/uploads/2020/04/Screen-Shot-2020-04-02-at-6.38.46-PM-1024x555.png)