Ekkert nýtt Covid-19 smit hefur greinst á Akranesi undanfarna tvo daga


Alls eru 1.319 einstaklingar greindir með Covid-19 veiruna á Íslandi.

Á Vesturlandi hafa 31 smit verið greint og þar af eru 7 á Akranesi.

Ekkert nýtt smit hefur komið upp á Akranesi á undanförnum tveimur dögum.

Þetta kemur fram á tölfræðivef Covid-19

Alls eru 136 í sóttkví á Akranesi og 382 alls á Vesturlandi. Í Borgarnesi eru flest smit eða 20 alls, en tveir byggðakjarnar hafa enn ekki fengið smit í samfélagið, Búðardalur og Ólafsvík.

Á síðasta sól­ar­hring hafa tveir sjúk­ling­ar lát­ist á Land­spít­ala vegna COVID-19. And­lát af völd­um kór­ónu­veirunn­ar eru því orðin fjög­ur hér­lend­is.