Hollvinasamtökin halda áfram að gefa – Átta ný sjúkrarúm fara á HVE


Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands halda áfram að gefa af sér til samfélagsins. Í dag var greint frá því að samtökin ætli að kaupa 8 ný sjúkrarúm að verðmæti 5,2 milljónir kr.

Samtökin hafa því gefið samtals 25 sjúkrarúm til HVE en búið er að afhenda 17 sjúkrarúm á undanförnum misserum. Þessi átta rúm koma til viðbótar þeim rúmum sem nú hafa verið afhent.

Alls voru til fjögur rúm á lager hjá söluaðila, tvö þeirra fara á HVE á Akranesi, eitt fer á Hólmavík og eitt í Stykkishólm. Þau fjögur sem eftir standa fara á Akranes þegar þau koma til landsins í sumar.

Á fésbókarsíðu Hollvinasamtakana eru Soroptimistaklúbbi Akraness, Bifreiðastöð ÞÞÞ færðar þakkir ásamt Kvenfélaginu 19. júní á Hvanneyri sem fjármagnaði eitt rúm.

Reikningsnúmer hollvinasamtakanna er
326-26-005100
og kennitalan: 510214-0560

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/10/23/ometanlegur-studningur-og-mikil-hvatning-hollvinir-hve-afhentu-12-sjukrarum/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/05/08/fjolmargir-toku-thatt-i-sofnun-hollvina-hve-fyrir-sjukrarumum/