Ný aðsóknarmet í hverri viku ! – þitt framlag skiptir máli


Ný met eru sett í hverri viku á árinu 2020 þegar kemur að aðsókn á fréttavefinn skagafrettir.is.

Þessi áhugi hvetur okkur áfram að gera enn betur og meira.

Aðstæður á markaði vegna Covid-19 veirunnar hafa gríðarleg áhrif á tekjur fjölmiðla.

Jákvæði fréttavefurinn skagafrettir.is er ekki undanskilinn þegar kemur að slíku ástandi.

Þrátt fyrir ástandið er markmiðið að halda áfram af krafti að flytja fréttir af því helsta sem er að gerast á Akraensi.

Skagafrettir.is er mikilvægur miðill fyrir Skagamenn nær og fjær. Aðsóknin sýnir að eftirspurnin er mikil.

Við ætlum okkur að halda áfram að miðla þvi sem hæst ber í samfélaginu.

Við leitum við til ykkar, lesenda, að styðja við bakið á þessu verkefni og standa vörð um að enn fleiri jákvæðar fréttir verði birtar á skagafrettir.is.

Takk fyrir að lesa skagafrettir.is.