Eitt nýtt tilfelli af Covid-19 smiti var greint í gær á Akranesi og var það eina nýja tilfellið á Vesturlandi.
Lögreglan á Vesturlandi birti rétt í þessu nýjar upplýsingar um stöðu mála á Covid-19 smitum á Vesturlandi ásamt tölum frá Hvammstanga, Hólmavík, Ströndum og Reykhólum.
Á Akranesi eru 50 í sóttkví og hefur þeim fækkað um 5 frá því í gær.