Ljósabekkirnir í Jaðarsbakkalaug á útleið – mikið tekjutap fyrir Sundfélagið


Skóla- og frístundaráð fjallaði um ljósabekkina sem hafa verið til staðar í búningsklefum Jaðarsbakkalaugar í mörg ár.

Sundfélag Akraness sá um rekstur þeirra og var þessi starfsemi stór póstur í tekjuöflun félagsins.

Tekjutap félagsins verður samkvæmt heimildum Skagafrétta vel yfir 2 milljónir kr. þegar slökkt verður á ljósabekkjunum fyrir fullt og allt.

Skóla – og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í gær í tillögu þess efnis að ljósabekkirnir verði fjarlægðir.

Ástæðurnar eru m.a. að búa til meira rými í búningsklefunum, auk þess sem að ljósabekkirnir eru ekki taldir vera í takt við þau gildi sem unnið er með í heilsueflandi samfélagi á Akranesi.