Veginum vestan við Akrafjall lokað í dag vegna framkvæmda


Í dag, miðvikudaginn 8. apríl klukkan 8:00 verður Akrafjallsvegi lokað vegna malbikunarframkvæmda í kjölfar vinnu á endurnýjun aðveitu frá Deildartungu

Umferð verður beint suður með Akrafjalli á meðan framkvæmdir standa yfir.

Vinna hófst kl. 8 í morgun miðvikudaginn 8. apríl og stendur fram til kl. 18:00

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Merkingar áætlun er sýnd hér að neðan.