Söngkonan Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir, Gísli J. Guðmundsson rakari og Jón Þór Þórðarson körfuboltakappi slógu upp laufléttum tónleikum í dag á Laugarbrautinni.
Tilefnið var einfalt, að gera íbúum í sambýlinu við Laugarbraut glaðan dag í góða veðrinu.
Helga Ingibjörg sló svo sannarlega í gegn með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skemmstu – og kunnu íbúarnir og starfsfólkið svo sannarlega að meta framlag hennar og hljómsveitarinnar.
Skagafréttir voru á svæðinu og hér má sjá upptöku frá því í dag.
Tónleikarnir vöktu gríðarlega athygli á fésbókarsíðu Skagafrétta. Og komu rúmlega 2.500 manns í rafræna heimsókn á meðan tónleikunum stóð.