Ekkert nýtt Covid-19 smit hefur greinst á Vesturlandi undanfarna tvo daga


Á undanförnum tveimur dögum hafa engin ný Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi. Alls hafa 39 smit verið greind og er staðan óbreytt frá því á föstudaginn 10. aprí.

Á Akranesi hafa 11 Covid-19 smit verið greind, og eru 32 í sóttkví þessa stunda. Einstaklingum í sóttkví hefur fjölgað um 9 frá því í gær.

Hér fyrir neðan má sjá þróunina á Vesturlandi undanfarna daga.