Það styttist í að framkvæmdum við gatnagerð við Esjubraut ljúki.
Framkvæmdir hefjast að nýju í þessari viku eftir að hafa verið í „dvala“ frá því í febrúar þegar verkefnið fór í vetrarhlé og gatan var opnuð til bráðabirgða að nýju.
Vinna hefst að nýju miðvikudaginn 15. apríl og verður götunni lokað frá og með morgundeginum.
Lokunin nær frá innkeyrslu við Húsamiðjuna og að hringtorgi við Þjóðbraut. Einnig munu Smiðjuvellir og Dalbraut lokast við Esjubraut.
Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í byrjun maí – og er þá væntanlega átt við maí árið 2020.
Þetta gatnagerðarverkefni hefur vakið mikla athygli á Akranesi og var m.a. fjallað um stöðuna í Þorrablótsannálnum 2019