Verður „JóiPé&Króli“ rúnturinn sá vinsælasti á Akranesi?


JóiPé og Króli eru í hópi vinsælustu tónlistarmanna landsins. Þeir félagar gáfu nýverið út plötu á tónlistarveitunni Spotify sem ber nafnið „Í miðjum kjarnorkuvetri.“ Þar er lagið „Óska mér“ og er myndbandið við lagið tekið upp á Akranesi eins og sjá má hér fyrir neðan.

Söguþráður myndbandsins er einfaldur. Ferðalag þeirra hefst fyrir framan húsi á Merkurteigi rétt við Akraneskirkju.

Þaðan liggur leiðin upp á Suðurgötu þar sem þeir beygja til hægri. Þeir taka síðan hægri beygju á ný við Vitateig. Þá götu aka þeir allt til enda – og ferðalagið endar við hátæknifyrirtækið Skaginn 3X.

Á þessum rúnti koma ýmsar persónur við sögu eins og sjá má í myndbandinu sem segir alla söguna.

Rúnturinn hjá þeim félögum hófst á þessum slóðum á Merkurteig.
Hér er leið þeirra gróflega teiknuð á bæjarkortið.