Bæjarstjórn Akraness samþykkti í gær á fundi sínum tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi við Sementsreitinn.
Um er að ræða framkvæmdir við endurgerð Faxabrautar.
Hækka þarf götuna um 2 metra á 800 metra kafla og með þeirri hækkun er gengið lengra en í núverandi deiliskipulagi. Breytingin er gerð til þess að mæta hækkandi sjávarstöðu varðandi byggð innan við götuna.
Með breytingunni færist göngustígur úr grjótvörn og til hliðar við götu – eins og sjá má á þessum skýringarmyndum.