„Heimsendingar“ blómstra á Galito – „þakklát fyrir viðtökurnar á Akranesi“


„Við hér á Galito getum ekki kvartað þrátt fyrir að staðan sé vissulega öðruvísi en vanalega vegna Covid-19,“ segir Sigurjón Ingi Úlfarsson sem er einn af eigendum veitingastaðarins Galito við Stillholt á Akranesi.

Eftir að Covid-19 veirufaraldurinn kom upp hafa þeir félagar á Galito breytt áherslum hjá sér í rekstrinum og hafa Skagamenn tekið vel í þær breytingar að sögn „Sjonna“

„Við brugðumst við með því að veita viðskiptavinum okkar hér á Akranesi fría heimsendingu. „Take away“ þjónustan er því stærri en áður og tilboðsréttur vikunnar hefur notið mikilla vinsælda. Við erum virkilega þakklát fyrir viðtökurnar hjá okkar fólki hér á Akranesi,“ bætir Sigurjón við.