Myndasyrpa: Gríðarlegar breytingar á Garðavelli á tveimur áratugum


Miklar breytingar hafa átt sér staða á síðustu áratugum á golfvallasvæðinu við Garðavöll eins og sjá má á þessum myndum. Áhugvert er að sjá hversu mikill vöxtur hefur átt sér stað í gróðrinum við holur 2. og 3. við Garðalund.

Brautir 1.-4. voru teknar í notkun árið 1996. Garðavöllur var því „óhefðbundinn“ sem 11 holu völlur á árunum 1996-2000.

Að fyrstu fjórum holunum loknum var farið á teig sem í dag er 12. hola vallarins og hringurinn kláraður með því að leika holur sem er í dag eru 13., 18., 10., 11., 8., 9. Þeir kylfingar sem léku 18 holur fóru því brautir 1.-4. á ný og bættu svo við þremur holum, sem í dag eru 12.-13. og 18.

Árið 2000 var Garðavöllur opnaður sem 18 holu völlur þegar holur 5., 6., 7., 14., 15. 16 og 17. voru tengdar við 11 holu völlinn.

Gömlu myndirnar eru úr safni Golfklúbbsins Leynis en nýju myndirnar tók Sigurður Elvar Þórólfsson fyrir Golfsamband Íslands.

3. braut árið 1996:

Hér er kylfingur á 3. teig rétt eftir að fjórar nýjar brautir voru teknar í notkun á Garðavelli árið 1996. Kylfingurinn er Sveinn Þórðarson sem var félagsmaður í Leyni í marga áratugi. Norðurhluti Garðalundar er til vinstri við brautina og eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan hefur trjágróðurinn heldur betur vaxið á rúmlega 20 árum.

Á nýju myndunum frá 3. braut hér fyrir ofan eru frændsystkinin Saga Traustadóttir og Axel Fannar Elvarsson að slá upphafshögg. Myndirnar eru teknar á síðastliðnum fjórum árum.

2. braut árið 1996:

Hér er Sveinn Þórðarson að pútta á 2. flött á Garðavelli rétt við Garðalundinn. Eins og sjá má á myndinn á trjágróðurinn eftir að vaxa mikið – en sú breyting sést vel á myndunum hér fyrir neðan.

2. braut árið 2019:

Þessi mynd er tekin á 2. flöt sumarið 2019. Á svipuðum stað og sú eldri var tekin árið 1996. Munurinn er á trjágróðrinum er gríðarlegur.

2. braut árið 1996:

Sveinn Þórðarson er hér að leika á miðri 2. braut á Garðavelli árið 1996. Takið eftir trjánum fyrir aftan kylfinginn – en þau hafa svo sannarlega vaxið mikið á undanförnum 20 árum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.