Orlofshús VLFA sumarið 2020 – Opið fyrir umsóknir

Verkalýðsfélag Akraness hefur opnað fyrir umsóknir fyrir sumarúthlutun fyrir 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VLFA sem er hér fyrir neðan.


Nú er búið að opna fyrir umsóknir sumarhúsa fyrir sumarið 2020.

Við munum ekki senda út bæklinga og umsóknareyðublöð þetta árið, en félagsmönnum er meira en velkomið að nálgast það hjá okkur á Sunnubrautinni, þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð, þá erum við samt í vinnu og getum afhent þetta.

Hvernig á að sækja um :

  • Það er hægt að sækja um á félagavefnum, þar er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
  • Það er hægt að senda okkur tölvupóst á [email protected]
  • Það er hægt að hringja í okkur í síma 430-9900
  • Það er hægt að fylla út umsókn og senda okkur, umsóknin er hér
  • Hér er hægt að nálgast bæklinginn okkar á rafrænu formi

Það borgar sig að ferðast innanlands í sumar, enda hljótum við að fá alveg bongóblíðu þetta sumarið.

Við viljum líka minna á að félagsmenn VLFA geta keypt bæði Veiðikortið og Útilegukortið á ca 50% afslætti hjá okkur. 

Einnig erum við með gistimiðana eins og fyrri ár.