Íbúar – og starfsfólk á Höfða heiðraðir með söngatriðum


Skagamenn á öllum aldri hafa á undanförnum dögum glatt íbúa – og starfsmenn á Höfða með söng. Samkomubann er í gildi og hafa skemmtikraftarnir verið í hæfilegri fjarlægð eins og sjá má á myndunum og í myndbandinu.

Í dag kom karlakórinn Svanir í heimsókn. Kórinn söng á fjórum stöðum í kringum húsið og gladdi söngur þeirra mikið.

Fyrr í vikunni mætti stór hópur barna og söng við undirleik Valgerðar Jónsdóttur tónlistarkennara við Grundaskóla – eins og sjá má á þessu myndbandi hér fyrir neðan.