Skimað fyrir Covid-19 á Akranesi í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu


Íslensk erfðagreining og HVE bjóða íbúum Akraness upp á skimun fyrir Covid-19 dagana 29. og 30 apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HVE.

Sýnataka fer fram við Þjóðbraut 11 á planininu við Sjúkrabílastöðina, einstaklingar þurfa að vera inni í bíl við sýnatökuna.

Eingöngu er tekið sýni hjá þeim sem eiga bókaðan tíma. Tekið er strok úr nefi og hálsi.

Bókun fer fram með að skrá sig hér: http://bokun.rannsokn.is/

Svör munu birtast á Heilsuvera.is og hringt í þá sem eru með jákvætt sýni.
Hvetjum fólk til að taka þátt í skimuninni.