Fleiri tímum í Covid-19 skimun bætt við vegna mikillar aðsóknar


Eins og áður hefur komið fram var gríðarleg eftirspurn eftir tímum í skimun fyrir Covid-19 hér á Akranesi.

Sýnatakan hófst í morgun við Þjóðbraut en verkefnið er á vegum HVE og Íslenskrar erfðagreiningar.

Vegna aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við tímum og er hægt að bóka sig í gegnum þessa slóð hér.

Smelltu hér til að bóka tíma.