Alls bárust 26 umsóknir um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna sf.
Skagamaðurinn Gísli Gíslason, núverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna sf.m óskaði eftir því í febrúar s.l. að hætta störfum en hann hefur verið hafnarstjóri frá því í september árið 2005.
Frá þessu er greint á vef Faxaflóahafna.
Hæfnisnefnd mun nú í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarferli annast viðtöl og annan undirbúning tillögugerðar til stjórnar Faxaflóahafna sf.
Margir þekktir einstaklingar úr atvinnulífinu eru á meðal umsækjenda. Má þar nefna fyrrum bæjarstjóra, fyrrum forstjóra Alcoa, Fiskistofustjóra, aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Nafn | Staða (síðasta) | Vinnuveitandi (síðasti) | |
1 | Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir | Fiskistofustjóri | Fiskistofa |
2 | Baldur Steinn Helgason | Verkefnisstjóri | Jónar Transport hf |
3 | Daði Jóhannesson | Framkvæmdastjóri | Hringrás |
4 | Einar Guðmundsson | Skipstjóri | Mýrarholt ehf |
5 | Erna Kristjánsdóttir | Markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna | Faxaflóahafnir sf. |
6 | Eyjólfur Vilberg Gunnarsson | Forstöðumaður | Arion banki |
7 | Frans Páll Sigurðsson | Framkvæmdastjóri | Sjálfstætt starfandi/Landsbanki Íslands |
8 | Guðmundur Gunnarsson | Bæjarstjóri | Ísafjarðarbær |
9 | Gunnar Tryggvason | Aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna | Faxaflóahafnir |
10 | Haukur Óskarsson | Framkvæmdastjóri | Refskegg ehf. |
11 | Jóhann F. Helgason | Framkvæmdastjóri Tæknisviðs | PCC BakkiSilicon hf. |
12 | Jón Einar Sverrisson | Sviðsstjóri | Icelandair |
13 | Kristinn Jón Arnarson | Verkefnastjóri | Skaginn3X / Skaginn hf |
14 | Kristinn Uni Unason | Vélfræðingur | Ísfélag Vestmannaeyjar |
15 | Kristófer Ragnarsson | Framkvæmdastjóri | Ker eignir og þjónusta |
16 | Magnús Þór Ásmundsson | Forstjóri Alcoa | Fjarðaál |
17 | Ólafur William Hand | Ráðgjafi | Eimskip |
18 | Óskar Örn Jónsson | Forstöðumaður | Vegagerðin |
19 | Páll Hermannsson | Framkvæmdastjóri | Al-Bahar Kuwait Holding |
20 | Páll Sigvaldason | Hópstjóri framleiðslu | Valka ehf BSc (Hons) |
21 | Reynir Jónsson | Sérfræðingur og verkefnastjóri stefnumótunar | Umhverfis- og auðlindaráðuneyti |
22 | Róbert Ragnarsson | Framkvæmdastjóri | RR ráðgjöf ehf. |
23 | Sigríður Ingvarsdóttir | Forstjóri | Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands |
24 | Stefán Stefánsson | Framkvæmdastjóri verktakasviðs | Íslenska Gámafélagið |
25 | Svavar Halldórsson | Framkvæmdastjóri/ráðgjafi/ háskólakennari | Iclandic Lamb |
26 | Valdimar Björnsson | Fjármálastjóri | Arctic Adventures |