Þekkt nöfn úr viðskiptalífinu sækjast eftir hafnarstjórastarfi Faxaflóahafna


Alls bárust 26 umsóknir um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna sf.

Skagamaðurinn Gísli Gíslason, núverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna sf.m óskaði eftir því í febrúar s.l. að hætta störfum en hann hefur verið hafnarstjóri frá því í september árið 2005.

Frá þessu er greint á vef Faxaflóahafna.

Hæfnisnefnd mun nú í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarferli annast viðtöl og annan undirbúning tillögugerðar til stjórnar Faxaflóahafna sf.

Margir þekktir einstaklingar úr atvinnulífinu eru á meðal umsækjenda. Má þar nefna fyrrum bæjarstjóra, fyrrum forstjóra Alcoa, Fiskistofustjóra, aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

NafnStaða (síðasta)Vinnuveitandi (síðasti)
1Áslaug Eir HólmgeirsdóttirFiskistofustjóriFiskistofa
2Baldur Steinn HelgasonVerkefnisstjóriJónar Transport hf
3Daði JóhannessonFramkvæmdastjóriHringrás
4Einar GuðmundssonSkipstjóriMýrarholt ehf
5Erna KristjánsdóttirMarkaðs- og gæðastjóri
Faxaflóahafna
Faxaflóahafnir sf.
6Eyjólfur Vilberg GunnarssonForstöðumaðurArion banki
7Frans Páll SigurðssonFramkvæmdastjóriSjálfstætt starfandi/Landsbanki Íslands
8Guðmundur GunnarssonBæjarstjóriÍsafjarðarbær
9Gunnar TryggvasonAðstoðarhafnarstjóri
Faxaflóahafna
Faxaflóahafnir
10Haukur ÓskarssonFramkvæmdastjóriRefskegg ehf.
11Jóhann F. HelgasonFramkvæmdastjóri
Tæknisviðs
PCC BakkiSilicon hf.
12Jón Einar SverrissonSviðsstjóriIcelandair
13Kristinn Jón ArnarsonVerkefnastjóriSkaginn3X / Skaginn hf
14Kristinn Uni UnasonVélfræðingurÍsfélag Vestmannaeyjar
15Kristófer RagnarssonFramkvæmdastjóriKer eignir og þjónusta
16Magnús Þór ÁsmundssonForstjóri AlcoaFjarðaál
17Ólafur William HandRáðgjafiEimskip
18Óskar Örn JónssonForstöðumaðurVegagerðin
19Páll HermannssonFramkvæmdastjóriAl-Bahar Kuwait Holding
20Páll SigvaldasonHópstjóri framleiðsluValka ehf BSc (Hons)
21Reynir JónssonSérfræðingur og
verkefnastjóri stefnumótunar
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
22Róbert RagnarssonFramkvæmdastjóriRR ráðgjöf ehf.
23Sigríður IngvarsdóttirForstjóriNýsköpunarmiðstöðvar Íslands
24Stefán StefánssonFramkvæmdastjóri verktakasviðsÍslenska Gámafélagið
25Svavar HalldórssonFramkvæmdastjóri/ráðgjafi/
háskólakennari
Iclandic Lamb
26Valdimar BjörnssonFjármálastjóriArctic Adventures