Gjaldtöku frestað – frítt verður áfram í Guðlaugu við Langasand


Á síðasta fundi bæjarráðs voru málefni Guðlaugar, heitrar laugar við Langasand, til umfjöllunar,

Á fundinum fóru þær Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs yfir starfsemi Guðlaugar.

Bæjarráð samþykkti á þessum fundi að ekki verði farið í gjaldtöku að sinni og ákvörðun um opnun laugarinnar verður í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og Almannavarna.

Sóttvarnarlæknir Íslands sagði í dag að stefnt væri á opnum sundmannvirkja á Íslandi þann 18. maí 2020. Vakin er athygli á því að takmarkanir verða á fjölda gesta í sundmannvirkjum og á eftir að gefa út leiðbeiningar þess efnis.