Sundlaugar landsins gætu opnað mánudaginn 18. maí


Það stefnir allt í það að sundlaugar landsins verði opnaðar þann 18. maí n.k. en með takmörkunum þó.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna Covid-19 faraldursins í dag.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eru sammála um að stefnt verði að 18. maí sem er mánudagur.

Hvernig útfærslan verður með opnun sundlauga liggur ekki fyrir og verður það kynnt betur þegar nær dregur.