Nýr liðsfélagi Ísaks hjá Norrköping hrósar unga Skagamanninum mikið


Ísak Bergmann Jóhannesson fær mikið hrós frá liðsfélaga sínum hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping.

Skagamaðurinn sem er 17 ára gamall gekk í raðir Norrköping s.l. vetur og hefur hann fengið tækifæri með aðalliði sænska úrvalsdeildarliðsins.

Jonathan Levi heitir leikmaðurinn sem hrósar Ísak mikið í viðtali við Norrköpings Tidningar.

Levi er nýr leikmaður hjá Norrköping en hann hefur leikið með norska liðinu Rosenborg á undanförnum árum.

Levi segir að vinnusemi Ísak hafi heillað hann mikið og fáir leikmenn á hans aldri séu eins einbeittir og taki fótboltann eins alvarlega og Ísak.

Nánar í frétt á fotbolti.net.