Ærslabelgurinn við Akraneshöll er nú stútfullur af lofti og klár í gleðina með yngri kynslóðinni á Akranesi.
Þetta vinsæla leiktæki er opinn frá 8.00 – 23.00 á tímabilinu maí – september.
Í tilkynningu frá Akraneskaupstað eru foreldrar hvattir til þess að fara yfir helstu reglur varðandi umgengi á þessu svæði – og er markmiðið að fyrirbyggja slys.
Það má t.d. ekki fara á belginn í rigningu, bannað að hoppa með eitthvað oddhvasst eða keyra á skellinöðrum eða vespum yfir belginn. Þá er ekki leyfilegt að borða á belgnum, hoppa í skóm eða vera með gleraugu á sér á meðan verið er að hoppa.