Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veita samtals að hámarki 25,0 mkr. til átaksverkefnis til fjölgunar sumarstarfa fyrir námsmenn en fjárheimildin miðast við ráðningu í alls 50 störf í tvo mánuði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs.
Samþykktin er einnig gerð með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjáraukalögum.
Akraneskaupstaður þarf að sækja um ráðningarheimild til Vinnumálastofnunar en samþykkti stofnunarinnar er forsenda heimildar sveitarfélaga til auglýsingar á viðkomandi störfum og m.a. gilda eftirfarandi skilyrði fyrir þátttöku:
- Sveitarfélög þurfa að skapa ný störf í tengslum við sumarátaksstörf og eiga hefðbundin sumarafleysingarstörf því ekki við hér.
- Námsmenn þurfa að vera á milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti).
- Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir mánuðir. Miðað er við tímabilið frá 1. júní – 31. ágúst.
- Námsmenn þurfa að vera 18 ára á árinu.
- Laun skulu aldrei vera lægri en gildandi kjarasamningar segja til um vegna viðkomandi starfs.
- Um ráðningar vegna þessa verkefnis gilda sömu reglur og gilda almennt um ráðningar starfsmanna Samþykkt 3:0