Sólarhringur vekur athygli – líf og fjör í sauðburðinum á Bjarteyarsandi


Það er líf og fjör á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit þrátt fyrir að ferðamenn séu ekki á svæðinu um þessar mundir.

Sauðburður stendur nú sem hæst og hafa litrík lömb fæðst í vor.

Þar er á meðal er lambið Sólarhringur sem er með skemmtilega litasamsetningu. Sólarhringur er með hvítan lit í aðallit og hálfsvartan haus.

Á fésbókarsíðu Bjarteyjarsands er sagt frá því að Svava Björk eigi hugmyndina að nafninu á lambinu.

Margar skemmtilega tillögur bárust og má þar nefna Skuggi, Tvíhöfði, Tvíburi, Spegill, Stormur, Þyrill, Höfðingi, Óreó, Helgi, Tvífari, Helmingur, Hálfdán, Jing Jang og Sólmyrkvi

Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum lömbum sem hafa fæðst í vor á Bjarteyjarsandi.

Á fésbókarsíðu Bjarteyjarsands er litafjölbreytileiki íslenska fjárkynsins útskýrð með einföldum hætti.

„Litafjölbreytileiki einkennir íslenska fjárkynið (eins og önnur íslensk búfjárkyn) en hér hjá okkur eru nú samt flestar ærnar hvítar (og hyrndar, þ.e.a.s. með horn). Við eigum meira að segja nokkrar ær með fjögur horn, þá eru þær ferhyrndar. En þetta getur verið breytilegt milli bæja.

Grunnlitirnir eru hvítt, grátt, svart og mórautt. Svo eru til mismunandi samsetningar af tvílit, sem við köllum í daglegu tali flekkót, þar sem annar liturinn er alltaf hvítur.

Og já, svört/grá/mórauð kind getur eignast hvítt lamb – og öfugt.“