Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir halda áfram að beina kastljósinu að áhugaverðu fólki og viðburðum á Vesturlandi í þáttunum Að Vestan á sjónvarpsstöðinni N4.
Hreinsun á orgelinu í Akraneskirkju var til umfjöllunar í síðasta þætti Að Vestan.
Björgvin Tómasson, orgelsmiður, og kona hans Margrét Erlingsdóttir, hafa á undanförnum vikum hreinsað kirkjuorgelið í Akraneskirkju. Verkið var flókið eins og sjá má í þessu viðtali.
Á vefnum kirkjan.is eru Björgvin og Margrét einnig í viðtali um sama verkefni.