Nýjustu Covid-19 tölurnar frá Vesturlandi – fimmtudagur 14. maí


Lögreglan á Vesturlandi birti í dag nýjustu tölurnar varðandi Covid-19 smit á Vesturlandi. Staðan er óbreytt frá því í gær og ekkert nýtt smit var greint í landshlutanum.

Alls hafa 43 smit verið greind á Vesturlandi frá því að greining á Covid-19 veirunni hófst.

Aðeins 2 eru í einangrun á Vesturlandi -og eru þeir báðir á Akranesi.

Eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan hefur ásatandið lagast mikið á Vesturlandi á undanförnum vikum.