Norðurálsmótið í knattspyrnu er einn af stærstu viðburðum sumarsins á Akranesi. Mótið mun fara fram dagana 19.-21. júní og verður það með sama sniði og undanfarin ár.
Í ár verður boðið upp á nýja upplifun fyrir allra yngstu keppendurnar í 8. flokki.
Það er „dagsmót“ sem fram fer 18. júní og er ætlað fyrir drengi og stúlkur.
Mótið mun fara fram eftir þeim reglum sem Almannavarnir hafa gefið út.
Þar sem að fjöldatakmarkanir gilda ekki um börn verða aðeins fjöldatakmarkanir á fullorðna á þessu Norðurálsmóti. Takmarkað aðgengi verður fyrir foreldra í gistingu, mat, mótssetningu og kvöldvöku.
Fullorðnum gestum á mótinu ber að virða tveggja metra regluna og halda sig inn á afmörkuðum svæðum.
Fjöldatakmarkanir fullorðinna verða í hverju keppnishólfi. Hreinlæti og sótthreinsun verður haft í öndvegi við allt skipulag mótsins – segir í tilkynningu frá KFÍA vegna mótsins.