Knattspyrnufélag ÍA og Tölvuþjónustan ehf. gerðu nýverið með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára.
Tölvuþjónustan ehf. er öflugt upplýsingatæknifyrirtæki með aðsetur á Akranesi.
Fyrirtækið sérhæfir sig í hýsingu á tölvubúnaði, rekstrarþjónustu og skýjalausnum.
Tölvuþjónustan ehf. var stofnað árið 2014 en byggir á gömlum og traustum grunni frá fyrirtækjum á borð við SecureStore og Keep It Safe.
Frá vinstri. Halldór Ragnar Guðjónsson, Sigurjón Jónsson, Eggert Herbertsson, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KFÍA, Valdimar Þór Guðmundsson og Sigurþór Þorgilsson.