ÍA tapaði í æfingaleik gegn ÍBV – hér eru mörkin frá ÍATV


Karlalið ÍA lék sinn fyrsta æfingaleik í langan tíma í gær þegar liðið tók á móti ÍBV úr Vestmannaeyjum. Leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum við erfiðar aðstæður.

Gestirnir úr Eyjum, sem leika í næst efstu deild á tímabilinu, höfðu betur 3-2, gegn Skagamönnum sem leika í efstu deild, PepsiMax-deildinni.

Gary Martin skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍBV úr vítaspyrnu strax í upphafi leiksins. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Jón Gísli Eyland Gíslason jafnaði fyrir ÍA með fyrirgjöf sem hafnaði í markinu. Jose Sito og Víðari Þorvarðarson komu ÍBV í 3-1 áður en Gísli Laxdal Unnarsson skoraði annað mark ÍA

Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍATV og nú í morgun hafði leikurinn fengið um 3000 heimsóknir. Hér má sjá mörkin úr leiknum.