Formenn, þjálfarar og fyrirliðar þeirra 12 liða sem eru í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu sumarið 2020 eru á þeirri skoðun að Valur verði Íslandsmeistari á þessu tímabili. Árleg spá þess efnis var birt í dag og er liði ÍA spáð ágætu gengi.
Fjölnir og Grótta falla niður um deild ef spáin gengur eftir. Lið ÍA verður um miðja deild eða í því 7. ef marka má þessa spá. ÍA endaði í þriðja neðsta sæti á síðasta tímabili.

Valur – 406 stig
KR – 373 stig
Breiðablik – 372 stig
FH – 311 stig
Stjarnan – 300 stig
Víkingur R. – 269 stig
ÍA – 212 stig
Fylkir – 171 stig
KA – 136 stig
HK – 107 stig
Fjölnir – 84 stig
Grótta – 69 stig.