Myndasyrpa: Fjölmenni í Akraneshöll á leik Kára gegn liði Selfoss


Það var fjölmenni í Akraneshöllinni í blíðviðrinu í dag á 17. júní þegar lið Kára og Selfoss léku opnunarleikinn á Íslandsmótinu í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var afar fjörugur og skemmtilegur en alls voru skoruð 7 mörk.

Skagamaðurinn Dean Martin, sem er þjálfari Selfoss, fagnaði 4-3 sigri gegn Kára en liði Selfoss er spáð sigri í deildinni. Skagamaðurinn Þór Llorens Þórðarson er í herbúðum Selfoss en hann samdi við liðið í vetur til tveggja ára.

Eins og áður segir var mikill fjöldi áhorfenda á leiknum eða um 400 manns.

Króa­tíski fram­herj­inn Hrvoje Tokic gerði sér lítið fyr­ir og skoraði þrennu í leiknum en hann hélt upp á 30 ára afmælisdaginn með eftirminnilegum hætti,

Tokic kom Sel­fossi yfir á 13. mín­útu en Andri Júlí­us­son jafnaði met­in fyr­ir Kára á 25. mín­útu úr vítaspyrnu.

Ken­an Turudija kom gestunum aft­ur yfir tíu mín­út­um síðar.

Eggert Kári Karls­son jafnaði met­in fyr­ir Kára á 52. mín­útu áður en Tokic skoraði þriðja mark Sel­fyss­inga og annað mark sitt á 62. mín­útu. Tokic full­komnaði svo þrenn­una með marki úr víta­spyrnu fjór­um mín­út­um síðar og það var svo Eggert Kári sem átti loka­orðið í leikn­um þegar hann minnkaði mun­inn í 4:3 með marki í upp­bót­ar­tíma.

Þetta var fyrsti leik­ur tíma­bils­ins í 2. deild­inni í sum­ar en Sel­fyss­ing­um er spáð góðu gengu í deild­inni á meðan Kára­mönn­um er spáð um miðja deild.

Myndasyrpan er einnig á fésbókarsíðu Skagafrétta.