Mikil stemning í skrúðgöngu Norðurálsmótsins á Akranesi


Það er mikil og góð stemning á Akranesi um þessar mundir þar sem að hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu fer nú fram.

Mótið er með sama sniði og undanfarin ár hjá keppendum í 7. flokki. Í ár verður boðið upp á nýjan keppnisflokk eða fyrir drengi og stúlkur í 8. aldursflokki. Það mót fer fram á einum degi.

Norðurálsmótinu lýkur á sunnudaginn en mótið var sett með formlegum hætti í dag þegar keppendur gengu í skrúðgöngu frá Stjórnsýsluhúsinu við Stillholt og upp á Jaðarsbakkasvæðið.

Útsendari Skagafrétta sendi þessar myndir frá skrúðgöngunni í morgun.