María tryggði ÍA stig á útivelli gegn Víkingum


Kvennalið ÍA hóf keppni á Íslandsmótinu í næst efstu deild um s.l. helgi. Liðið mætti Víkingum úr Reykjavík á útivelli. Lið ÍA hefur leikið vel á stuttu undirbúningstímabili og er spáð ágætu gengi í Lengjudeildinni.

Aníta Sól Ágústsdóttir fór af leikvelli strax á 17. mínútu og 5 mínútum síðar skoraði Nadía Atladóttir fyrsta mark leiksins fyrir Víkinga.

Staðan var erfið fyrir ÍA allt þar til á 90. mínútu þegar María Björk Ómarsdóttir skoraði jöfnunarmark ÍA.

Hér má sjá stöðuna í deildinni.