Hér eru mörkin úr leik ÍA og KR – Jóhannes ósáttur við dómgæsluna


ÍA og KR áttust við s.l. sunnudag í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji leikur ÍA á tímabilinu á Íslandsmótinu.

Leikurinn var fjörugur og það gekk ýmislegt á. Hér má sjá mörkin úr leiknum frá Stöð 2 sport og Visir.is.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með margt í leik sinna manna. Hann var ósáttur við dómgæsluna og taldi að flest vafaatriðin hafi fallið KR í vil – eins og heyra má í viðtalinu hér fyrir neðan.