Hér eru stoðsendingarnar frá Ísak Bergmann – valinn í úrvalslið 4. umferðar


Eins og áður hefur komið fram þá sló Ísak Bergmann Jóhannesson í gegn í síðasta leik sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping.

Hinn 17 ára gamli Skagamaður lék í fyrsta sinn í byrjunarliði Norrköping á útivell gegn Östersund.

Leikurinn endaði með 4-2 sigri Norrköping og lagði Ísak Bergmann upp tvö- mörk í leiknum.

Hér má sjá stoðsendingarnar frá Ísak Bergmann – sem var að auki valinn í ellefu manna úrvalslið 4. umferðar í Allsvenskan eða sænsku úrvalsdeildinni.