Ungir leikmenn úr röðum ÍA vöktu athygli fyrir prúðmennsku og góð tilþrif á Orkumótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum um liðna helgi.
Mótið er fyrir leikmenn í 6. flokki pilta og var ÍA með þrjú lið á mótinu. Alls sendu 34 félög keppendur til leiks og liðin voru alls 104 sem tóku þátt.
Mikil ánægja var hjá leikmönnum ÍA með mótið.
Þeir stóðu sig vel inni á vellinum sem og fyrir utan völlinn undir dyggri stjór yfirþjálfara KFÍA en Skarphéðinn Magnússon er þjálfari 6. flokks.
Tvö lið frá ÍA léku til úrslita og einum bikar var landað á Orkumótinu.
Jökull Sindrason var valinn í lið mótsins og tók hann þátt í stórleik Landsliðsins og Pressuliðsins þar sem að úrvalsliðs mótsins mættust.