Jafnteflishrina ÍA heldur áfram í Lengjudeild kvenna


Kvennalið ÍA í knattspyrnu gerði enn eitt jafnteflið í Lengjudeildinni á Íslandsmótinu í næst efstu deild í gær. Haukar og ÍA áttust við á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Hrafnhildur Arin Sigfúsdóttir skoraði fyrra mark ÍA á 6. mínútu. Haukar jöfnuðu metin á 23. mínútu og komust yfir á þeirri 63. Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin fyrir ÍA rétt fyrir leikslok.

Þetta er þriðja jafnteflið hjá ÍA í deildinni á þessari leiktíð í fyrstu þremur leikjunum. ÍA er í sjötta sæti deildarinnar, með 3 stig, en liðið hefur skorað 4 mörk og fengið 4 á sig. Keflavík er efst með 7 stig og ljóst að keppnin í Lengjudeild kvenna verður jöfn og spennandi.