Naumt tap hjá Kára gegn KF á Ólafsfjarðarvelli í 2. deild karla


Kári sótti Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heim í gær þar sem liðin léku á Ólafsfjarðarvelli í 2. deild karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-2 sigr KF en Kári komst yfir á 17. mínútu með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Kára.

Það gekk mikið á í leiknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. KF skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili á 73. og 75. mínútu. Garðar Gunnlaugsson jafnaði fyrir Kára með marki úr vítaspyrnu á 77. mínútu. KF skoraði strax í kjölfarið og komst í 3-2 það reyndust lokatölur leiksins.